Nýr Samskip.is í loftið

Samskip hafa opnað nýjan vef á slóðinni samskip.is.  Hefur undirbúningur
staðið í nokkra mánuði og er nýi vefurinn mun auðveldari í notkun en sá
sem fyrir var.

Hefur veftréð tekið töluverðum breytingum, verið einfaldað og efni endurskipulagt til að stytta leiðina að upplýsingum.
Á vefnum má finna gagnvirk kort með flutningakerfi félagsins og siglingaáætlunum, upplýsingar um þjónustuna, starfsemina og starfsfólk, auk hefðbundinna liða eins og frétta og skipafrétta.

Útlitið á nýja vefnum er mun léttara og hreinna þar sem þarfir notandans eru hafðar að leiðarljósi.  Það er von okkar að viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum notendum eigi eftir að líka vel við nýja vefinn.