Nýr þjónustuvefur Samskipa

Nú hafa Samskip opnað nýjan þjónustuvef.  Hefur undirbúningur staðið um nokkurt skeið og vinnan m.a. tekið til útlits, framsetningar sem og hýsingar á gögnum.

Hefur útlitið verið fært nær öðrum vefjum Samskipa og er það mun léttara og aðgengilegra en áður.

Meðal helstu nýjunga eru:

 • Einfaldara aðgengi
  Endurbætur hafa verið gerðar á veftrénu og framsetningu á því, til að stytta leið viðskiptavina að upplýsingum, m.a. með lykiltölum á forsíðu á svokölluðum flísum (e. tiles) og styttri leið að leitinni.
 • Betri leit
  Leit hefur verið bætt á nýja vefnum.  Bæði hefur hún verið gerð aðgengilegri og leitarmöguleikum fjölgað, en einnig hefur hraðinn verið aukinn, svo hún tekur skemmri tíma og er mun sveigjanlegri en áður.
 • Vefurinn á spjaldtölvu
  Þjónustuvefurinn er nú aðgengilegur á spjaldtölvu.
 • Notendastýring til viðskiptavina
  Notendastýring er nú færð til viðskiptavina, sem geta sjálfir bætt við notendum og ákveðið réttindi þeirra.
 • Hýsing gagna og aukinn hraði
  Högun gagna hefur verið breytt til að einfalda aðgengi og auka hraða vefsins.
 • Betri yfirsýn
  Með vefnum fá viðskiptavinir betri yfirsýn yfir bókanir sínar og viðskipti, hvort sem um er að ræða sjóflutninga, landflutninga, hýsingu í vörumiðstöð eða yfirlit yfir gáma, reikninga og greiðslur.

Við vonum að nýr vefur gagnist viðskiptavinum okkar vel.  Ábendingar um það sem betur má fara eru alltaf vel þegnar og biðjum við viðskiptavini að senda þær á netfangið servicewebsupport@samskip.com eða hafa samband við okkur í gegnum Svarboxið á Samskip.is og á þjónustuvefnum.

Þess má geta að nokkur verkefni eru í farvatninu til að auka enn þjónustu við viðskiptavini og munu þau líta dagsins ljós á næstunni.