Nýr vefur Samskipa

Nýr vefur Samskipa, www.samskip.is, hefur verið opnaður og fengið verðskuldaða andlitslyftingu. Vefurinn er nútímalegur, einfaldur og þægilegur í notkun. Meðal nýjunga má nefna að nú er hægt að rekja innanlandssendingar beint á vefnum, það er því ekki þörf á að auðkenna sig á þjónustuvefnum til þess að sjá hvar sendingin er stödd. Þessi lausn nýtist einstaklega vel þeim sem eru að panta vörur á landsbyggðinni, nú geta viðskiptavinir okkar séð með einföldum hætti hvar sendinginn er og hvenær hún er væntanleg til þeirra.

Vefurinn okkar er og verður í stöðugri þróun, það eru fleiri nýjungar eru í farvatninu og við hvetjum ykkur til að fylgjast með þeim og senda okkur ábendingu ef það er eitthvað sem má betur fara.