Nýrri siglingaleið fagnað
Í síðustu viku héldu Samskip boð í Hofi á Akureyri fyrir viðskiptavini og fleiri gesti í tilefni af fyrstu komu skips Samskipa til Akureyrar á nýrri siglingaleið félagsins. Margir góðir gestir litu við og var ánægjulegt að hitta þá og heyra af ánægju þeirra með nýju leiðina.
Í síðustu viku héldu Samskip boð í Hofi á Akureyri fyrir viðskiptavini og fleiri gesti í tilefni af fyrstu komu skips Samskipa til Akureyrar á nýrri siglingaleið félagsins. Margir góðir gestir litu við og var ánægjulegt að hitta þá og heyra af ánægju þeirra með nýju leiðina. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, lýsti ánægju sinni með að Samskip gætu boðið upp á nýjan valkost fyrir inn- og útflytjendur, sem geta nú flutt vörur til og frá Akureyri með beinum hætti, auk þess sem nýja siglingaleiðin býður upp á spennandi möguleika fyrir innanlandsflutninga. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók jafnframt til máls og sagði nýju siglingaleiðina vera jákvæðar fréttir fyrir Eyjafjarðarsvæðið og að samkeppnishæfni fyrirtækja á svæðinu myndi aukast til muna og færa þau nær mörkuðum í Evrópu.