Nýtt skip – Samskip Akrafell bætist við flota Samskipa
Nýtt skip hefur bæst í flota Samskipa samstæðunnar. Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun
mánaðarins og hefur það fengið nafnið
Samskip Akrafell.
Nýtt skip hefur bæst í flota Samskipa samstæðunnar. Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun mánaðarins og hefur það fengið nafnið Samskip Akrafell. Um er ræða systurskip Pioneer Bay sem notað hefur verið meðal annars við strandsiglingar á Íslandi.
Samskip Akrafell var byggt í Jinling skipasmíðastöðinni í Kína árið 2003 og er 99,9 metra langt, 18,6 metra breitt og ber um 500 gámaeiningar. Tveir gámakranar eru um borð og eru báðir með 40 tonna lyftigetu.
Samskip Akrafell er nú í þurrkví í Rotterdam, þar sem reglubundið viðhald fer fram. Vinnu við skipið lýkur í næstu viku. Fyrirhugað er að þessi nýjasta viðbót Samskipaflotans verði í Evrópusiglingum og þjóni ýmist Noregi eða Íslandi.