„Oft fer ég vestur“

Nú fer senn að líða að hinni árlegu tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður á Ísafirði.  Við erum stoltir styrktaraðilar hátíðarinnar og höfum verið það í nokkur ár.

Nú fer senn að líða að hinni árlegu tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður á Ísafirði.  Við erum stoltir styrktaraðilar hátíðarinnar og höfum verið það í nokkur ár.  Á hátíðinni koma fram margir af okkar færustu listamönnunum, við hvetjum því fólk til að mæta og njóta helgarinnar á Ísafirði.  Dagskráin er fjölbreytt og lagt er upp úr því að allir aldurshópar finni sér eitthvað skemmtilegt við hæfi.  Því mælum við með því að fjölskyldan skelli sér vestur um páskana. Hér má skoða dagskrá helgarinnar.