Óverulegar skemmdir á Arnarfellinu, skipið siglir á morgun

Skoðun viðurkenndra eftirlitsaðila hefur leitt í ljós óverulegar skemmdir í vélarrúmi m/s Arnarfells eftir eldinn sem þar kom upp í gærkvöldi. Skipið siglir frá Immingham á Englandi á morgun.

Eldurinn var staðbundinn í ástengi við aðalrafal skipsins. Á morgun verður slökkvibúnaður Arnarfells endurnýjaður og að því loknu mun skipið halda ferð sinni áfram. Brottfarartíminn er áætlaður um kvöldmatarleytið á morgun, fimmtudaginn 7. janúar.