Pioneer Bay á Vopnafirði

Pioneer Bay, áætlunarskip Samskipa, hafði viðkomu á Vopnafirði í liðinni viku og fóru 25 gámar af frystum makrílafurðum með skipinu til Evrópu fyrir HB Granda.

Pioneer Bay, áætlunarskip Samskipa, hafði viðkomu á Vopnafirði í liðinni viku og fóru 25 gámar af frystum makrílafurðum með skipinu til Evrópu fyrir HB Granda.

„Það er gaman að geta boðið HB Granda upp á beinan flutning frá Vopnafirði til erlendra hafna og sýnir að framleiðendur á landsbyggðinni hafa nú greiðari aðgang að mörkuðum erlendis en áður,“ segir Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa.

Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði lýsti ánægju sinni með viðkomu skipsins en langt er liðið síðan strandflutningaskip hafði síðast viðkomu á Vopnafirði.

Pioneer Bay flutti þungavöru, steinsteyptar hellur o.fl.  til Vopnafjarðar í sömu ferð sem hentar einkar vel að flytja sjóleiðina.