Plokkdagur Samskipa fór fram 15. júní
Í tilefni af vinnu við stefnu og markmið Samskipa á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar óskaði fyrirtækið eftir hugmyndum frá starfsfólki um aðgerðir til gagns umhverfinu. Ein þeirra var uppástunga um að starfsfólk fyrirtækisins kæmi saman til að plokka.
Plokkdagur Samskipa fór fram 15. júní og var bæði skemmtilegur og árangursríkur.
Í tilefni af vinnu við stefnu og markmið Samskipa á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar óskaði fyrirtækið eftir hugmyndum frá starfsfólki um aðgerðir til gagns umhverfinu. Ein þeirra var uppástunga um að starfsfólk fyrirtækisins kæmi saman til að plokka.
Ákveðið var að drífa í því að hrinda þessari góðu hugmynd í framkvæmd og fyrir valinu varð mánudagurinn 15. júní. Þá mættu eldhressir og duglegir Samskipastarfsmenn og plokkuðu heilan haug af rusli. Að loknu plokki borðuðu svo allir saman, hlógu og gerðu sér glaðan dag.
Samskip þakkar sínu fólki sínu fyrir flottar hugmyndir. Með framtaki sem þessu sannast enn og aftur að saman náum við árangri!