Rafrænir reikningar frá Samskipum

Samskip hf munu frá
og með 21. nóvember 2014 senda reikninga til viðskiptavina í PDF skjali með
tölvupósti samanber bréf sem send voru til viðskiptavina í júní og september
sl.

Samskip hf munu frá og með 21. nóvember 2014 senda reikninga til viðskiptavina í PDF skjali með tölvupósti samanber bréf sem send voru til viðskiptavina í júní og september sl.

Viðskiptavinir munu fá reikninga með öruggari hætti og mun þetta stytta sendingartíma reikninga verulega.

Í byrjun næsta árs munum við einnig bjóða upp á að senda reikninga í XML skjali sem viðskiptavinir geta lesið beint inn í sín fjárhagskerfi.