Rétt tæki og mannskapur

Jóhannes Karl Kárason er flotastjóri og stýrir nánast öllum bílaflota Samskipa og Landflutninga. Hann kom til starfa í apríl sl. frá Ísafirði eftir að hafa starfað þar í nokkur ár. Bílaflotinn sem Jóhannes stýrir, sem samanstendur af allskyns tækjum, sendibílum, dráttarbílum, kassabílum o.s.frv. en einnig fylgir þessu starfi mikið starfsmannahald því, ríflega fimmtíu bílstjórar  svara til hans.

Annars er Jóhannes Karl ættaður af Suðurnesjunum, bjó um árabil í Bandaríkjunum og einnig í Danmörku þar sem hann var við nám í framleiðslustjórnun (e. value chain managment). Jóhannes er fjölskyldumaður og samtals eiga þau hjónin fimm börn frá eins til tólf ára.

Bílaflotinn sem Jóhannes stýrir, sem samanstendur af allskyns tækjum, sendibílum, dráttarbílum, kassabílum o.s.frv. en einnig fylgir þessu starfi mikið starfsmannahald því, ríflega fimmtíu bílstjórar  svara til hans. Þessu til viðbótar eru verktakar sem vinna með okkur.

Verkefnin eru því afar fjölbreytt og nánast jafn fjölbreytt og þau eru mörg.  Engin tvö verkefni eru nákvæmlega eins. Til nánari útskýringar þá má skipta stýringunni í nokkra þætti:

  • Gámaakstur, en það er akstur með heilgáma til dæmis á stór-Reykjavíkursvæðinu en einnig um land allt, þó sá hluti hafi farið minnkandi með tilkomu aukinnar þjónustu í strandsiglingum. Gámaakstur í heild sinni hefur samt farið vaxandi sem er bein afleiðing af auknum innflutningi til landsins.
  • Skipulegir áætlunarflutningar með vörur um land allt með margvíslegum tækjum en slíkir flutningar hafa einnig aukist, t.d. hefur aukinn ferðamannastraumur áhrif á þennan þátt. Daglega er fjöldi brottfara í kerfinu og tryggja þarf að til staðar sé rétt tæki og mannskapur.
  • Sendibílaakstur innanbæjar, en félagið er með átta sendibíla í rekstri auk fastra verktaka sem vinna fyrir okkur. Umsvifin í þessum flokki eru umtalsverð og sífellt að aukast. Innanbæjarverkefnunum sjálfum má svo gróflega skipta niður í fasta viðskiptavini og tilfallandi verkefni, þar sem reglubundnar áætlanir eru til fastra viðskiptavina, einkum snemma á morgnana, en tilfallandi eru viðskiptavinir sem hafa samband með stuttum fyrirvara og óska eftir akstri.
  • Dagleg stýring er í höndum akstursstjóranna Jóns Þórs, Lindu Bjarkar, Jóa Árna og Lindu Sifjar en Jóhannes Karl sinnir fremur skipulagi til langs tíma og starfsmannahaldi.

„Það er að mörgu að hyggja við flotastýringu og margir þættir sem hafa þarf í huga. Veðrið er sá þáttur sem við þurfum endalaust að huga að, svo hvert og eitt tæki sé búið miðað við veður og færð. Þetta er mjög mikilvægur þáttur sem bílstjórar taka eðlilega mjög alvarlega“ segir Jóhannes og leggur þunga áherslu á orð sín. „Þetta er svo stórt öryggisatriði sem aldrei má gefa afslátt af“ bætir hann við. „Hér áður fyrr voru hvíldartímamál oft erfið en það heyrir nánast sögunni til. Bílstjórar passa upp á þetta sjálfir og félagið leggur mikla áherslu á að farið sé í einu og öllu eftir lögum og reglum í þessu sambandi eins og öðrum. Svo hefur annað komið til en það eru skiptistöðvar sem eru í Víðihlíð og Freysnesi.  Þá keyra bílstjórar hvor á móti öðrum og skipta á tækjum. Þannig geta flestir bílstjórar verið heima hjá sér á nóttunni en ekki langdvölum að heiman í hverjum mánuði eins og áður tíðkaðist. Eitt er það sem við leggjum mikið upp úr hjá Samskipum og Landflutningum en það er góð umgengni um bíla og tæki. Þetta er okkur mikið hjartans mál því umgengni segir svo margt.“

Meiraprófsbílstjórar eru eftirsóttir um þessar mundir og má segja að aukning ferðamanna eigi sinn þátt í því. Félagið hefur því boðið upp á þann kost, að hafi menn áhuga á að þróast í starfi og færa sig til, að taka meiraprófið á kostnað félagsins og þannig fá ný tækifæri. Þetta hefur gefist vel og mun og ekki ólíklegt að verði í boði áfram.

„Ég vinn með frábæru fólki sem hefur tekið mér afar vel og hjálpað mér að fóta mig í þessu spennandi verkefni. Ég fékk tækifæri í sumar til að leysa af í daglegu stýringunni og þá fékk ég beint í æð hvernig þetta allt virkar, allir voru tilbúnir að hjálpa mér og það var góður skóli“ segir Jóhannes Karl.