Rólegheit að sumri liðin tíð

Í tilefni Sjómannadags birtist viðtal við Gunnar Kvaran, forstöðumann útflutningsdeildar Samskipa í Sjómannadagsblaði Fréttablaðsins. 

Þar fór Gunnar meðal annars yfir markrílvertíðina og þátttöku Samskipa í henni. Þetta er sjöunda markílvertíðin sem Samskip taka þátt í og hún krefst mikils undirbúnings svo þjónustan verði fyrsta flokks og aflinn komist fumlaust á erlenda markaði.

Vertíðin hefst yfirleitt á sama tíma í lok júlí, byrjun ágúst, svo rólegheit að sumri eru liðin tíð.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér inni á Vísi.is