Sæfari fer í slipp
Sæfari er á leið í slipp strax eftir páska í apríl og verður frá í minnst tvær vikur.
Leitað er að afleysingarskipi sem kemur til með að flytja varning til og frá Grímsey og Hrísey, ekki er gert ráð fyrir fólksflutningum á tímabilinu sem Sæfari er í slipp.
Ekki er komin nákvæm dagsetning og verður það auglýst síðar.