Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála
Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við kappkostum að fylgjast vel með þróun og nýjungum og setjum okkur skýr markmið. Við mælum árangur reglulega og tryggjum þannig stöðugar umbætur og framþróun.
Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við kappkostum að fylgjast vel með þróun og nýjungum og setjum okkur skýr markmið. Við mælum árangur reglulega og tryggjum þannig stöðugar umbætur og framþróun.
Til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka umhverfisáhrif settum við okkur markmið í loftslagsmálum árið 2015. Við settum að marki að minnka kolefnisfótsporið í innanlandsflutningum um 11% á næstu fimm árum. Okkur til mikillar ánægju höfum við náð þessum markmiði, endurskoðað og sett okkur nýtt markmið fyrir árið 2020.
Við settum okkur markmið um að minnka kolefnisfótsporið í flutningum milli Íslands, Færeyja og Evrópu um 10% á fimm árum. Við vinnum hörðum höndum að því að ná þessu markmiðið, en þegar mikill ójöfnuður er á milli inn- og útflutnings, eins og við séð gerast á tímum Covid-19, verður enn meira krefjandi að ná markmiðum okkar.
Við flokkum, losum og eyðum sorpi og úrgangsefnum með umhverfisvænum hætti í samstarfi við viðurkennda aðila. Markmið okkar var að auka hlutfall endurnýjanlegs úrgangs frá starfseminni úr 46% í 60% árið 2020. Sökum þess hversu vel hefur gengið höfum við fært markmiðið upp í 70% fyrir árið 2020.
Góður starfsandi á vinnustöðvum Samskipa er okkur mikilvægur. Við leggjum áherslu á jákvæð og uppbyggileg samskipti.
Við fengum jafnlaunaúttekt árið 2016 og jafnlaunavottun 2020. Þetta tryggir starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sömu laun.
Góð samskipti skipta lykilmáli. Skrifað var undir sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hér fyrir neðan má sjá samfélagslegu ábyrgð okkar, markmið og árangur myndrænt.