Samskip á Framadögum

Framadagar AIESEC eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.

Samskip tóku þátt í Framadögum 2020 eins og oft áður og var básinn afar vel sóttur af áhugasömum háskólanemum. Sólborg í mannauðsdeild, Halldór í innheimtudeild, Jón í UT og Freyja fræðslustjóri Samskipa tóku vel á móti gestum og gangandi og fræddu nemendur um starfsemina.

Takk fyrir komuna!