Samskip á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Samskip taka þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global og systursýningu hennar Seafood Processing Global sem haldnar verða dagana 21.-23. apríl í Brussel.
Samskip taka þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global og systursýningu hennar Seafood Processing Global sem haldnar verða dagana 21.-23. apríl í Brussel. Er þetta í 20. skiptið sem Samskip taka þátt en sýningin er sú stærsta á þessu sviði í heiminum. Þar gefst tækifæri til að hitta viðskiptavini og hitta þeirra viðskiptavini, en sýningin er mikilvægur vettvangur fyrir þá sem starfa í og við sjávarútveginn. Starfsfólkið okkar tekur vel á móti gestum á básnum eins og fyrri ár.
Rúmlega þrjátíu íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni en Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás eins og undanfarin ár.