Samskip Akrafell strandaði við Vattarnes

Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu. Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.

Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu.

Björgunarsveitir á Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.

Í áhöfn skipsins eru 13 manns, frá Austur-Evrópu og Filippseyjum.

Akrafell er 500 gámaeininga skip sem bættist í flota Samskipa 2013. Skipið er byggt í Kína árið 2003. Skipið er í eigu Samskipasamstæðunnar.