Samskip auka þjónustu við Eystrasalt

Samskip halda áfram að efla þjónustu við viðskiptavini með styrkingu leiðakerfis og aukinni flutningsgetu við Finnland og Eystrasalt. Ný siglingaleið er til og frá áfangastöðunum Helsinki, Riga og Klaipeda. Viðbótin kemur í kjölfar stofnunar Samskipa á eigin þjónustu við flutning á stuttum sjóleiðum(e. shortsea shipping) við Eystrasalt í nóvember á síðasta ári. Sú þjónusta hefur frá byrjun verið leiðandi á markaði, bæði hvað varðar stundvísi í áætlunum og framúrskarandi upplifun viðskiptavina.

Samskip hafa bætt við tveimur 803 gámaeininga (TEU) skipum á siglingaleiðinni og tengist Ísland nú beint við þessi mikilvægu svæði með áherslu á áreiðanleika siglingaáætlana og þjónustu við viðskiptavini.

Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa:
"Aukin þjónusta og flutningsgeta við Eystrasalt fjölgar tækifærum þeirra hér á landi sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta
á svæðinu á sama tíma og svarað er eftirspurn í Finnlandi og við Eystrasalt eftir áreiðanlegri þjónustu á skemmri siglingaleiðum. Umskipunarhöfn frá Íslandi inn á siglingaleiðina er í Rotterdam í Hollandi."

Frekari upplýsingar veitir:
Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.
agusta.hrund.steinarsdottir@samskip.com