Samskip er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur yfir í Berlín 4. – 11. ágúst. Um afar stórt mót er að ræða en gera má ráð fyrir að gestir þessara móta séu jafnan á bilinu 10.000 – 15.000 talsins.

Alls eru 22 hest­ar í ís­lenska landsliðinu. 17 þeirra koma frá Íslandi og 5 koma frá Dan­mörku og Þýskalandi. Íslenska liðið hefur jafnan verið afar sigursælt en Samskip er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.