Samskip færa sig frá Kollafirði til Runavíkur
Lokið er flutningi á afgreiðslustöð og hafnarlægi Samskipa í Færeyjum frá Kollafirði til Runavíkur. Runavík í Skálafirði er þriðja stærsta sveitarfélag Færeyja og sögð búa að bestu hafnarskilyrðum eyjanna með tilliti til veðurfars og viðlegurýmis.
Í nýrri starfsstöð Samskipa í Færeyjum er 700 fermetra vöruhús og 400 fermetra skrifstofurými þar sem starfsmenn eru sameinaðir undir einu þaki. Tilkynnt var um flutninginn fyrr á þessu ári. Í lok desember verður einnig lokið flutningi skrifstofa Samskipa í Færeyjum til Runavíkur og verður þá öll starfsemi félagsins komin þangað, utan kæligeymslu sem áfram verður í Kollafirði.
Með flutningnum eflist þjónusta Samskipa í Færeyjum, en Runavík er nær útflutningsmörkuðum eyjanna því varningur kemur mestanpart frá norðurhluta þeirra.
Við bætist að nýafstaðin opnun nýrra neðansjávarganga milli Þórshafnar og Runavíkur staðsetur Runavík í miðju Færeyja. Nýju göngin stytta aksturstíma milli Runavíkur og Þórshafnar úr klukkustund í fimmtán mínútur, sem er sambærilegt ferðatímanum á milli Þórshafnar og fyrri starfstöðvar Samskipa í Kollafirði.
Tórbjørn Jacobsen, bæjarstjóri Runavíkur:
„Við fögnum komu Samskipa til Runavíkur, þar sem í boði eru kjöraðstæður fyrir starfsemi fyrirtækisins, sér í lagi vegna Austureyjar-Þórshafnar-ganganna nýju. Þá fellur starfsemi Samskipa vel að sögu Runavíkur. Hafnarsvæðið þjónar fjölbreyttri starfsemi og hefur frá stofnun árið 1916 verið ein af umsvifamestu höfnum færeysks sjávarútvegs.“
Sjúrður Johansen, forstöðumaður Samskipa PF í Færeyjum:
„Það gleður okkur mjög að hafa nú starfsemi okkar undir einu þaki í nýrri starfsstöð í Runavík. Við horfum björtum augum fram á veginn og hlökkum til uppbyggilegra samskipta við bæjarfélagið á nýjum stað sem bæði fellur vel að þörfum fyrirtækisins og aukinnar þjónustu við inn- og útflutning frá Færeyjum.“
Færeyjar eru hluti af siglingaleið Samskipa í Evrópu. Allar upplýsingar um siglingaáætlun Samskipa má nálgast á netinu: https://www.samskip.is/siglingaaaetlanir/raunsiglingar/
Frekari upplýsingar veitir,
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa:
Farsími: 858-8150 Tölvupóstur: thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com
Samskip moves from Kollafjørður to Runavík
Samskip’s container terminal, liner service and offices in the Faroe Islands have now been relocated from Kollafjørður to Runavík. Runavík - placed in Skálafjørður - is the Faroe Islands’ third-largest municipality and said to be the islands best-located port with regard to weather and berthing space.
Samskip’s new facilities offer 700 sqm of warehouse and 400 sqm of office space, gathering all staff under the same roof. The change was announced early this year and finalised in October. Moving Samskip’s offices in the Faroe Islands to Runavík will also be completed by the end of December, gathering all Samskip’s operations in one place, apart from the cold-store which continues its operations in Kollafjørður.
The relocation strengthens Samskip’s services, as Runavík is much closer to the islands’ export market, as goods come primarily from the northern part of the Faroe Islands.
Also, the recent opening of the new Eysturoy-Tórshavn subsea tunnel, places Runavík in the centre of the Faroe Islands. The new tunnel has shortended the driving distance from Runavík to Tórshavn from 1 hour to just 15 minutes, which is the same distance from Tórshavn as from Samskip’s previous location in Kollafjørður.
Tórbjørn Jacobsen, Mayor of Runavík:
“We welcome Samskip to Runavík, the ideal location for its operations, especially because of the new Eysturoy-Tórshavn subsea tunnel. Samskip’s operations also fit well with Runavík’s history. The town’s port is an active business port, and, since its foundation in 1916, one of the most important fishing ports in the Faroe Islands.”
Sjúrður Johansen, Director, Samskip PF - Faroe Islands:
“We are delighted to have our operations under one roof in our new facilities in Rúnavík. We look forward to a bright future and good relations with the municipality in a new location extremely well suited to our need and the needs of the Faroe Island’s import and export business.”
The Faroe Islands are an integral part of Samskip’s shipping route in Europe. All information about Samskip’s sailing schedule is accessible online: https://en.samskip.is/schedules/
For further information, please contact:
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, Samskip‘s Director of Marketing and communication:
Mobile: +354 858-8150 E-mail: thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com