Samskip fengu umhverfisverðlaun BIFA
Samskip urðu hlutskörpust í umhverfisflokki BIFA verðlaunanna (British International Freight Association Freight Service Awards) fyrir árið 2014, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 22. janúar í London.
Í umhverfisflokki BIFA voru tilnefnd fyrirtæki sem hafa þótt sýna frumkvæði í umhverfismálum, m.a. með bættri umgengni um náttúruauðlindir og minni losun gróðurhúsalofttegunda.
Samskip kynntu nýja flutningalausn fyrir viðskiptavini „Blue Road“, sem er ætlað að fjölga valkostum viðskiptavina en þar eru prammar nýttir til að flytja gáma frá Hollandi til Bretlandseyja. Hafa viðtökur viðskiptavina farið fram úr björtustu vonum, svo ákveðið hefur verið að auka flutningsgetuna enn frekar.
Nánari upplýsingar um verðlaunin er hægt að nálgast á vefnum hjá BIFA