Samskip flytja í nýja starfsstöð í Færeyjum

Samskip og Runavíkurhöfn í Færeyjum skrifuðu í síðustu viku undir samning um flutning á afgreiðslustöð og hafnarlægi Samskipa úr Kollafirði til Rúnavíkur þann 1. ágúst 2020. Skrifstofa Samskipa, sem nú er í Þórshöfn, flytur svo til Runavíkur fyrir lok árs 2020, þegar opnuð verða ný neðansjávargögn milli Þórshafnar og Runavíkur.

Með opnun ganganna verður Runavík í miðju Færeyja. Aksturstími frá Runavík til Þórshafnar styttist úr klukkustund í 15 mínútur, sem er sambærilegt ferðatímanum á milli Kollafjarðar og Þórshafnar. Sömuleiðis er Runavík nær útflutningsmörkuðum Færeyja, því varningur kemur mestanpart frá norðurhluta eyjanna.

Runavík, sem er í Skálafirði, er næststærsta borg Færeyja og sögð búa að bestu hafnarskilyrðum eyjanna með tilliti til veðurfars og viðlegurýmis.

Starfsfólk Samskipa í Færeyjum hlakkar til flutningsins á nýja starfsstöð með 700 fermetra vöruhúsi og 400 fermetra skrifstofurými þar sem starfsmenn verða loks samaneinaðir undir einu þaki.

Starfsemi kæligeymslu Samskipa verður áfram í Kollafirði.