Samskip flytja listina til og frá Færeyjum
Norðurlandahúsið í Færeyjum og Samskip í Færeyjum starfa saman um að flytja list til og frá Færeyjum.
Hlutverk Norðurlandahússins í Færeyjum er m.a. að flytja norræna listir og menningu til Færeyja og færeyska list og menningu út í heim – fyrst og fremst til Norðurlanda.
“Samstarfið við Samskip fer að einfalda til muna að sinna hlutverki okkar, þar sem það verður nú bæði auðveldara og ódýrara að flytja listaverk, sviðsmyndir, tæki, búnað ofl. bæði heim til Færeyja og út í heim”, segir Sif Gunnarsdóttir, forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum.
Leiðakerfið hjá Samskipa nær út um allan heim og úr Færeyjum eru beinar siglingar til Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Bretlands.
Sjúrður Johansen, forstjóri Samskipa í Færeyjum er afar ánægður með samstarfið. "Við vonum að samstarfið muni létta til muna þau verkefni sem krefjast flutninga til og frá landinu og að þannig verði hægt að verja meiri tíma og orku í að gefa okkur Færeyingum stórkostlegar upplifanir."
Samstarfinu verður hleypt af stokkunum við upphaf hátíðarinnar Land í sjónmáli, sem verður í Norðurlandahúsinu 23. – 30. september.