Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot

Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip koma því á framfæri að félagið vísar á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram.  

Fyrir liggur að Samkeppniseftirlitið ákvað í september 2013 að hefja rannsókn á Samskipum en engar niðurstöður liggja fyrir úr þeirri athugun.

Samkvæmt umfjöllun RÚV sendi Samkeppniseftirlitið  málið til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara í mars síðastliðnum.

Félaginu er ekki kunnugt um að ákvörðun hafi verið tekin um rannsókn málsins þar og engin ákæra hefur verið gefin út hvorki á hendur forstjóra félagsins né öðrum starfsmönnum þess.

Í þessu ljósi telja Samskip ekki rétt að tjá sig frekar um málið.