Samskip hljóta gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

Samskip hafa hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PWC. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PWC veitist fyrirtækjum þar sem kynbundinn launamunur er ekki til staðar og staðfestir viðurkenningin það.

Samskip fengu gullmerkið eftir fyrstu úttekt PwC sem leiddi í ljós að hvorki þurfti að gera úrbætur né breytingar á launastefnu fyrirtækisins til þess að veita fyrirtækinu þessa viðurkenningu. Í jafnlaunaúttekt PwC er bæði tekið tillit til grunnlauna, fastra launa og heildarlauna, auk annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntun og starfsaldur.

Hjá Samskipum starfa um 500 manns við fjölbreytt störf víðsvegar um landið. „Við erum stolt af gullmerki jafnlaunaúttektar PwC því það er mikilvæg staðfesting á því að launastefna Samskipa byggir á þeim sjálfsögðu og eðlilegu gildum að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu störf,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa.

Á myndinni standa frá vinstri Hafsteinn M. Einarsson, Pálmar Óli Magnússon, Bára Mjöll Ágústsdóttir mannauðsstjóri og Þorkell Guðmundsson