Samskip Hoffell til þjónustu

Áætlað er að viðgerð á Samskip Hoffelli ljúki um miðja næstu
viku.  Í framhaldi mun skipið fara frá Reykjavík 15. febrúar (ferð 1607
HOF) til Ísafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Reyðarfjarðar, Kollafjarðar og
Rotterdam.

Samskip Skaftafell verður í Reykjavík skv. áætlun 8. febrúar og fer sína venjulegu leið sama dag (ferð 1606 SKF).

Maria P mun koma til Íslands 2. febrúar og fer á ströndina (ferð 1605 MAR) og endar í Rotterdam. 

Við vekjum athygli á því að ekki verður beinn innflutningur frá Rotterdam í viku 6 og því aðeins eitt skip (Helgafell) frá Evrópu þá vikuna.  Ef til verkfalls kemur, þá gæti það haft áhrif á áætlun.