Samskip í Brussel
Nú stendur yfir sjávarútvegssýning í Brussel og eru Samskip þar
með stóran bás. Er þetta ein af stærstu sýningum sinnar tegundar og er
hún haldin árlega
Nú stendur yfir sjávarútvegssýning í Brussel og eru Samskip þar með stóran bás. Er þetta ein af stærstu sýningum sinnar tegundar og er hún haldin árlega. Samskip hafa tekið þátt um árabil og skiptir þátttakan miklu máli fyrir félagið, enda margir af stærstu viðskiptavinum félagsins á svæðinu.
Hafa margir viðskiptavinir og aðrir gestir litið við á básnum og er alltaf jafn gaman að hitta þá. Stendur sýningin yfir til fimmtudagsins 25. apríl og má finna nánari upplýsingar um hana á vef þeirra http://www.euroseafood.com/