Samskip koma fram í myndinni um Paddington

Björninn Paddington ættu flestir að þekkja enda hafa fjölmargar bækur og sjónvarpsþættir verið framleiddir í gegnum tíðina um þennan vinsæla björn.

Björninn Paddington ættu flestir að þekkja enda hafa fjölmargar bækur og sjónvarpsþættir verið framleiddir í gegnum tíðina um þennan vinsæla björn.  En síðastliðinn föstudag var frumsýnd myndin um Paddington og þeir sem hafa séð myndina hafa þá kannski tekið eftir því að Paddington ferðaðist í björgunarbát í skipi Samskipa til Lundúna. Tökustaðurinn var á og við skip Samskipa, Samskip Innovator í höfninni í Tilbury þegar Paddington kemur til Lundúna og telur atriðið um fjórar mínútur.

Hér er hægt að sjá stiklu frá myndinni.