Samskip kosta rannsókn á blesgæs á Grænlandi

Samskip styrkja nýja rannsókn á orsökum 20 ára fækkunar einnar merkustu fuglategundar Atlantshafssvæðisins

Flutningafyrirtækið Samskip verður helsti bakhjarl Wildfowl & Wetlands Trust sem hleypir nú af stokkunum nýrri rannsókn sem ætlað er að vernda grænlensku blesgæsina og er þetta í samstarfi við Scottish Natural Heritage og háskólana í Árósum og Exeter. Rannsókn WWT er ætlað að rýna í hvað veldur hraðri fækkun í gæsastofninum sem fyrst var tekið eftir á tíunda áratug liðinnar aldar.

Grænlenska blesgæsin er í útrýmingarhættu. Stofnandi WWT, sir Peter Scott, uppgötvaði hana fyrir 60 árum. Gæsirnar verpa á Vestur-Grænlandi við jökuljaðarinn, hafa vetursetu norðarlega á Bretlandseyjum og hafa mánaðar viðdvöl á Íslandi að vori og að hausti.

Ungar blesgæsarinnar fylgja foreldrum sínum í allt að níu ár, fram á miðjan aldur, og mikillar fækkunar hefur orðið vart í hópi unga sem skila sér til vetursetu á Bretlandi og Írlandi. Ekki er vitað um ástæður þessa en hlýrri sumur á Grænlandi sem leiða til meiri snjókomu á vorin á varpstæðunum hafa fylgt þessari fækkun í stofninum.

Í þessari nýju rannsókn verða fuglar merktir með hálsbandi til að fylgjast með afkomu og fjölgun í ólíkum hópum sem hafa vetursetu á Skotlandi, og munu sumir fá staðsetningartæki til að hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra allt árið.

"Samskip eru í dag samevrópskt fjölþætt flutningafyrirtæki með höfuðstöðvar í Rotterdam en þetta verkefni höfðar einnig til róta okkar á Íslandi þar sem við erum áfram í forystuhlutverki sem veitandi sjálfbærrar flutningaþjónustu“ segir Eva Rademaker-de Leeuw.

Blesgæsin lifir einangruð frá öðrum gæsategundum en það verndar ekki tegundina fyrir nútímanum“ segir Eva Rademaker-de Leeuw, markaðs-og upplýsingafulltrúi Samskipa í Rotterdam. „Við erum stolt að tengjast verkefni sem skipar sér við hlið styrktarstefnu okkar, að byggja betri framtíð“.

Nánari upplýsingar um starfsemi Wildfowl & Wetlands Trust's til að vernda grænlensku blesgæsina er að finna á http://www.wwt.org.uk/

Upplýsingar um samevrópska fjölþætta starfsemi Samskipa er að finna á http://www.samskipmultimodal.com/whatwedo/multimodal-network/