Samskip kynna nýtt teymi stjórnenda

Í framhaldi af tilkynningu þess efnis að Jens Holger Nielsen hafi látið af störfum sem forstjóri Samskipa eru eftirfarandi breytingar á skipuriti félagsins kynntar. 

 

Pálmar
Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi hefur óskað eftir að láta af störfum
hjá Samskipum á næsta ári. Auk þess hefur Þórarinn Þórarinsson framkvæmdastjóri
fjármála á Íslandi óskað eftir að láta af störfum  en hann mun áfram sinna  verkefnum fyrir félagið. Nýtt stjórnendateymi
félagsins samanstendur af Ásbirni Gíslasyni, Diederick Blom og Kristni
Albertssyni.

 • Ásbjörn Gíslason verður
  ábyrgur fyrir Norður-Atlantshafinu og heldur áfram sem forstjóri Samskip
  Logistics ásamt því að bera ábyrgð á Nor-Lines, flutningastarfsemi Samskipa í
  Noregi og frystiskipaflota félagsins.
 • Diederick Blom mun
  tímabundið sinna stöðu forstjóra Samskip Multimodal ásamt því að vera
  framkvæmdastjóri rekstarsviðs félagsins.
 • Kristinn Albertsson verður áfram framkvæmdastjóri
  fjármála Samskipa samstæðunnar.

Ásbjörn Gíslason  

AsbjornÁsbjörn hefur unnið hjá Samskipum síðan 1996. Áður en hann varð forstjóri Samskip Logistics gengdi hann margvíslegum störfum fyrir félagið, m.a. var hann forstjóri Samskipa á Íslandi. Ásbjörn hefur leitt kaupin á Nor- Lines í Noregi ásamt því að vinna að samhæfingu starfseminnar þar í landi.

„Við höfum séð áhugaverðar breytingar í Noregi þar sem umsvif Samskipa hafa aukist verulega. Við munum framvegis stýra Norður-Atlantshafinu eins og einu svæði og er það spennandi áskorun sérstaklega fyrir mig sem Íslending að fá tækifæri til að hafa yfirumsjón með allri starfseminni á þessu svæði. Við vinnum að því hörðum höndum að útvíkka siglingakerfi okkar á Atlantshafinu á næstu vikum og mánuðum með það fyrir augum að nýta okkur samlegðartækifæri sem eru á svæðinu,“ segir Ásbjörn.

 

Diederick Blom

DbbDiederick hefur unnið hjá Samskipum sl. 12 ár, lengst af sem yfirmaður flutningamála í Bretlandi og sem framkvæmdastjóri rekstrarmála Samskipa. Hann átti mikinn þátt í því að umbylta starfsemi Samskipa í Bretlandi á árunum 2006-2008 ásamt því að þroska og efla starfsemi Samskipa á meginlandinu og eiga mikilvægan þátt í að ná utan um og lækka kostnað í félaginu sem fólst í verkefninu „Fit for Future”.

„Það er mér heiður að takast á við þetta verkefni sem mér er falið. Við munum leitast við að hafa hlutina einfalda, leggjum áherslu á breytingar, endurbætur og þróun félagsins og þeim markmiðum náum við með því að nýta okkur krafta okkar afburða starfsfólks,“ segir Diederick. 

 

Kristinn Albertsson 

Ka

Kristinn
hóf störf hjá Samskipum árið 2007. Í kjölfar fjölmargra kaupa á erlendum
félögum árið 2005, urðu Samskip hollensk samstæða með hollensku móðurfélagi
árið 2007. Kristinn leiddi þessar breytingar og varð í kjölfarið
framkvæmdastjóri fjármála Samskipa samstæðunnar. 

“Með
þessum breytingum höldum við áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur að
samræma og samhæfa öll fjármál samstæðunnar ásamt því að einfalda ferla um leið
og við aukum gæðin. Nýlegar ráðningar  stjórnenda á fjármálasvið Samskipa  munu hjálpa okkur að ná markmiðum okkar. Ég er
sannfærður um að framtíð okkar er spennandi og björt, segir Kristinn.

 

Saman náum við árangri!