Samskip Multimodal Container Logistics verður Samskip Multimodal

Samskip hafa breytt nafninu á gámaflutningafyrirtækinu Samskip Multimodal Container Logistics BV í Samskip Multimodal BV.

Samskip hafa breytt nafninu á gámaflutningafyrirtækinu Samskip Multimodal Container Logistics BV í Samskip Multimodal BV.

Engar breytingar verða á starfsemi félagsins eða merki Samskipa, enda fyrst og fremst verið að stytta enska heitið til þægindaauka fyrir viðskiptavini.

Með nafnbreytingunni er jafnframt verið að undirstrika sterka stöðu Samskipa á alþjóðamarkaði sem fjölþátta flutningsfyrirtækis. Starfsemi Samskip Multimodal í Evrópu hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum, bæði með kaupum á öðrum félögum og innri vexti. Flutningsnet Samskip Multimodal nær um alla Evrópu, Eystrasaltslöndin, Rússland og Mið-Asíu. Með því að bjóða upp á margvíslegar flutningslausnir á sjó og landi, jafnt með skipum, lestum og bílum, allt eftir aðstæðum hverju sinni, geta Samskip boðið viðskiptavinum sínum upp á bæði hagkvæmari, umhverfisvænni og áreiðanlegri flutningsþjónustu. Þjónustan felur í sér heildarflutningslausnir þar sem þaulreynt starfsfólk og besti fáanlegi flutninga- og tækjabúnaður tryggir öruggan flutning frá dyrum seljanda og alveg þar til varan hefur verið afhent kaupanda.

Forstjóri gámaflutningasviðs Samskipa í Evrópu er Jens Holger Nielsen.