Samskip Multimodal og DSM hafa þróa nýjan „léttgám“

Samskip Multimodal í Evrópu og gámafyrirtækið DSM hafa þróað nýjan „léttgám“, HighQTM sem er um 20% léttari en hefðbundnir þurrgámar. Hefur þróunin á gámnum staðið frá árinu 2009 og voru orkusparnaður, aukin nytsemi og minni þyngd höfð að leiðarljósi við þróun nýja HighQTM gámsins.

Samskip Multimodal í Evrópu og gámafyrirtækið DSM hafa þróað nýjan „léttgám“, HighQTM sem er um 20% léttari en hefðbundnir þurrgámar. Hefur þróunin á gámnum staðið frá árinu 2009 og voru orkusparnaður, aukin nytsemi og minni þyngd höfð að leiðarljósi við þróun nýja HighQTM gámsins.
Helsti ávinningurinn er aukin hagkvæmni. Minni þyngd ásamt nýrri loftstreymishönnun minnka eldsneytisþörf á meðan á flutningi stendur í samanburði við hefðbundna gáma. Minni þyngd á gámnum sjálfum kemur sér einnig vel þegar þyngdartakmarkanir eiga við, eins og í flutningi með bílum og lestum, þar sem meira svigrúm er fyrir farminn sjálfan.
Samsettir flekar koma í stað hefðbundinna stálveggja og flatar hliðar gera lestun og losun auðveldari, auk þess sem þrif verða þægilegri og minni óhreinindi setjast í gáminn. Eru hornin sérstaklega styrkt til að vernda þakið við alla meðhöndlun. Þetta lengir líftíma gámsins og fer betur með farminn. Fyrsti 45 feta gámurinn var vottaður í júní 2011 og hefur nú verið í prófun hjá Samskipum í rúmt ár.
„Við erum mjög ánægð með þennan nýja gám og höfum gert ítarlegar prófanir á honum“ segir Diederick Blom, framkvæmdastjóri hjá gámaflutningasviði Samskipa í Evrópu. „Við erum mjög ánægð með samstarfið við DSM, við deildum okkar þekkingu og hugmyndum og við hlökkum til að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrstu gámana á næsta ári.“