Samskip og Landflutningar sigla með „Áhöfninni á Húna“
Samskip og Landflutningar hafa tekið höndum saman með Rás2 og nokkrum öðrum kostendum að fara í hringferð um landið með „Áhöfninni á Húna“
.jpeg)
Samskip og Landflutningar hafa tekið höndum saman með Rás2 og nokkrum öðrum kostendum að fara í hringferð um landið með „Áhöfninni á Húna“ sem skipuð er tónlistarmönnunum Mugison, Jónasi Sigurðssyni, Ómari Guðjónssyni, Láru Rúnarsdóttur, Guðna Finnssyni og Arnari Þór Gíslasyni. Þetta er tónleikaferð um landið þar sem bandið sjálft spilar um borð í Húna en tónleikasvæðið verður uppi á landi og selt inn á vægu verði, en Landsbjörg fær allan aðgangseyri. Rás 2 verður með dagleg innslög og upphitunarþáttur verður um miðjan júní.
Við hvetjum alla að fylgjast með þessum frábæru tónlistarmönnum og í leiðinni að styrkja gott málefni.
Tónleikaröð
3. júli miðvikudagur - Húsavík
4. júlí fimmtudagur - Borgarfjörður eystri
5. júlí föstudagur - Reyðarfjörður
6. júlí laugardagur - Höfn í Hornafirði
7. júlí sunnudagur – Vestmannaeyjar (goslokahátíð)
(8. júlí mánudagur - frídagur)
9. júlí þriðjudagur - Þorlákshöfn
10. júlí miðvikudagur - Keflavík
11. júlí fimmtudagur – Reykjavík (Nauthólsvík)
12. júlí föstudagur - Stykkishólmur
13. júlí laugardagur – Flatey, miðdegisgigg
14. júlí sunnudagur - Patreksfjörður
15. júlí mánudagur - Ísafjörður
(16. júlí þriðjudagur –frídagur)
17. júli miðvikudagur - Hólmavík
18. júlí fimmtudagur - Sauðárkrókur
19. júlí föstudagur - Siglufjörður
20. júlí laugardagur – Akureyri