Samskip og Matrans í mikilvægt samstarf

Ný skipaafgreiðsla Samskipa - gjörbyltir sjálfbærum flutningum með háþróaðri skipaafgreiðslu í hjarta hafnarsvæðisins í Rotterdam
Frá og með 27. janúar nk. flytur Samskip sig um set í Rotterdam til Matrans Rotterdam Terminal, sem er þjónustu- og vöruhúsaaðili staðsettur í hjarta hafnarsvæðisins í Rotterdam. Þá mun Helgafell verða fyrsta skip Samskipa sem leggur að hjá Matrans.
Matrans býður upp á alhliða þjónustu til að þjónusta sem best sína viðskiptavini. Með samstarfinu opnast á mikilvæg tækifæri með stafrænum og sjálfvirkum ferlum sem leysa flóknar flutningskröfur viðskiptavina og auka afköst á sama tíma. Matrans leggur áherslu á umhverfismál, sýnileika, eftirlit og upplýsingar um alla virðiskeðjuna til að tryggja hámarks árangur í áætlanagerð og einfalda um leið rekstur sem dregur úr kostnaði og tíma í tengslum við flutninga viðskiptavina okkar.
Þessi tímamót marka mikilvægt skref í samstarfi fyrirtækjanna sem og skuldbindingu Samskipa í átt að sjálfbærni og áreiðanlegri þjónustu við viðskiptavini. Við flutninginn verða tengingar við stærri siglingaleiðir mun betri, eins og tengingar til Eystrasaltslandanna, Spánar, Portúgals og Noregs ásamt því að sterkir innviðir hjá Matrans stuðla að bættri þjónustu og tímasparnaði fyrir viðskiptavini Samskipa. Þá opnast einnig betri möguleikar á skipa- og prammasiglingum um skurði og vatnaleiðir milli landa innan Evrópu. Með samblandi vöruflutninga með skipum, lestum og um vegi er stuðlað að tímanlegri afhendingu um alla Evrópu sem dregur úr flöskuhálsum og óhagkvæmni í allri aðfangakeðjunni fyrir viðskiptavini Samskipa, og styður jafnframt um leið við markmið og aðgerðir Samskipa hvað varðar sjálfbærni.
Sjálfbærni skuldbinding Samskipa og Matrans
Hjá Matrans er einblínt á sjálfbærari lausnir til að knýja áfram fjölþátta flutningsþjónustu Samskipa ásamt rafvæðingu farartækja og nýtingu land- og sólarorku sem stuðlar að minni umhverfisáhrifum í starfsemi skipaafgreiðslunnar. Með því að stuðlað sé að hraðari og áreiðanlegri flutningstímum fyrir gámaflutninga mun það fela í sér lægsta mögulega kolefnisfótspor og losun CO₂ sem er í samræmi við skuldbindingu bæði Samskipa og Matrans við sjálfbærnimál.
Upplýsingar um afhendingarheimilisfang (flutningsfyrirmæli) fyrir lausavöru og heilgáma ásamt lokunartíma fyrir Rotterdam má finna á www.samskip.is. Hér má einnig finna uppfærða siglingaáætlun Samskipa.
Starfsfólk Samskipa á Íslandi ásamt starfsfólki Samskipa í Hollandi munu upplýsa viðskiptavini og birgja erlendis um breytingarnar eins og við á.
Heimilisfang: Gámar og vörur
Matrans Rotterdam Terminal
Reeweg 25
Port nr. 2750
3089 KM Rotterdam
Opnunartímar:
Mán-fös kl. 06:00–22:30
Laugard kl. 06:00–14:00
Heimilsfang: Bílar & heilfarmur
Matrans Rotterdam Terminal
Streefwaalseweg 15
Port nr. 2810
3195 KN Rotterdam-Pernis
Opnunartímar:
Mán-fös kl. 07:00–19:30
Skemmtilegar staðreyndir um höfnina í Rotterdam:
- · er gríðarlega stór gátt (gateway) fyrir vörur bæði inn og út úr Evrópu
- · nær yfir 40 kílómetra svæði og nær yfir 10.500 hektara lands og vatns
- · notar háþróaða tækni, þar á meðal sjálfvirka krana og róbóta til að meðhöndla gáma á skilvirkan hátt
- · tekur virkan þátt í að draga úr losun og stuðla að sjálfbærum siglingum, eins og notkun lífeldsneytis
(biofuel) og rafmagns frá landi til skipa við bryggju (e. shore-side electricity) - · er í fararbroddi í stafrænni væðingu í höfnum með hina ýmsu snjalltækni til að hámarka flutninga
- · meðhöndlar yfir 400 milljónir tonna af farmi árlega, þar á meðal gáma, lausavöru og orku auðlindir
- · tengist yfir 1.000 höfnum um allan heim, sem tryggir að hún sé áfram miðlæg miðstöð (e. Central hub) fyrir
alþjóðleg viðskipti
Vefsíða Matrans: www.matransrotterdamterminal.com