Samskip ráða Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samsteypunnar í Evrópu til að leiða breytingar í þágu viðskiptavina
Samskip hafa ráðið Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samsteypu Samskipa en hlutverk hans verður að hrinda af stað verkefnum sem ætlað er að auka vöxt fyrirtækisins með því að mæta betur markmiðum viðskiptavina þess
Í dag hafa Samskip, stærsta fjölþátta flutningafyrirtæki í Evrópu, ráðið Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samstæðu Samskipa en ráðning hans endurspeglar áherslu Samskipa á að ná frekari samþættingu fyrirtækisins og markmiða viðskiptavina þess.
Kari-Pekka sem hefur störf 1. ágúst í höfuðstöðvum Samskipa í Rotterdam kemur frá einum keppinauti fyrirtækisins, hins finnska Containerships, en þar hefur hann leitt ákafann vöxt þess síðan 2012. Kari-Pekka býr yfir víðtækri reynslu úr skipageiranum þar sem hann hefur starfað sem yfirstjórnandi í flutningum innan efnavöru, skógarhöggs og bifreiðaframleiðslu.
„Mér fannst það persónulega mjög spennandi tækifæri að koma til Samskipa því fyrirtækið hefur á að skipa víðtæku flutninganeti um gjörvalla Evrópu,“ segir Kari-Pekka. „Samkeppnin er hörð en Samskip ráða yfir einstöku þjónustuframboði þar sem jafnvægi er á stærðarskala flutninga á styttri sjóleiðum, lestum, prömmum eða vörubílum annarsvegar og hinsvegar skjótri ákvarðanatöku sem fylgir fyrirtæki í einkaeigu.“
Hann segir ennfremur að nálgun Samskipa á flutningi verði sífellt háðari markmiðum viðskiptavina. „Ferilskrá mín síðustu 20 árin sýnir reynslu úr geiranum með mismunandi skipaflutningafyrirtækjum en það endurspeglar áhuga minn á þörfum viðskiptavinanna. Ég hlakka mikið til þess að þróa viðskiptavinagrunn Samskipa áfram.“
„Ég þekki Kari-Pekka bæði faglega og persónulega til margra ára og hef séð hve vel honum hefur vegnað. Ég er því afar ánægður að hann sé að koma yfir til okkar hjá Samskipum,“ segir Ólafur Ólafsson, einn eiganda Samskipa.
Samskip og eigendur félagsins hafa stuðlað að vexti fyrirtækisins í samræmi við stefnu undanfarinna ára en nú er það skref tekið að sameina alla starfssemina undir einu stjórnendateymi. Kari-Pekka forstjóri samsteypunnar mun fara fyrir sex manna framkvæmdastjórn fyrirtækisins en Ásbjörn Gíslason sem verið hefur forstjóri Samskip Logistics situr þar og tekur við hlutverki aðstoðarforstjóra samsteypunnar við hlið Kari-Pekka.
Hvað Ísland varðar er skipulagsbreytingin ekki mikil þar sem Birkir Hólm Guðnason, er forstjóri Samskipa á Íslandi og sú starfssemi mun hinsvegar njóta frekari stuðnings frá höfuðstöðvunum í Rotterdam og styrkleika þeirrar heildar sem fylgir alþjóðlegu flutningafyrirtæki og getu þess.
Kari-Pekka segir að lokum að hann sé stoltur af því að koma að rekstri Samskipa, fyrirtækis sem er mjög framarlega í umhverfismálum á sínu sviði og hefur leitt markaðinn með viðskiptamódeli sem losar umferð af vegum og dregur úr loftmengun í Evrópu. „Þegar ég ræði við alþjóðleg stórfyrirtæki, þá tel ég að Samskip hafi forystuna í visthæfni og sjálfbærum lausnum og hafi tekist að draga umtalsvert úr kolefnisfótspori sínu; fjölþátta flutningar eru nefnilega hið praktíska, og raunverulega svar við kröfum nútímans. Þá er stafræn þróun innan Samskipa einnig hröð þessi misserin sem þýðir að samkeppnishæfi þess skilar okkur forréttindastöðu í geiranum,“ segir Kari-Pekka.