Samskip styrkir Landslið Íslands í utanvegahlaupum

Þann 5. nóvember fer fram heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem í þetta skiptið verður haldið í Chiang Mai Tælandi.

Allir sterkustu utanvegahlauparar heims taka þátt í mótinu. Keppt verður í tveimur vegalengdum í fjalllendi Chiang Mai þ.e. 40 km og 80 km utanvegahlaupi með u.þ.b 2500 og 5000m hækkun.

Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fimm keppendur af hvoru kyni á mótið og það er ljóst að þeirra bíður verðugt verkefni í hitanum og rakanum í Tælandi. 

Árangur undanfarna ára sýnir að Ísland hefur á að skipa mjög öflugum hlaupurum sem geta veitt þeim allra bestu í heimi verðuga keppni. Utanvegahlaup eru vaxandi íþrótt um allan heim og það er ánægjulegt hversu eftirtektarverður árangur íslenskra utanvegahlaupara er orðinn.    

Landslið Íslands er gífurlega sterkt þetta árið en liðið skipa:

Andrea Kolbeinsdóttir, Sigþóra Bryja Kristjánsdóttir, Elísabet Margeirsdóttir, Íris Anna Skúladóttir, Rannveig Oddsdóttir, Halldór Hermann Jónsson, Sigurjón Ernir Sturluson, Þorbergur Ingi Jónsson, Þorsteinn Roy Jóhannsson og Þórólfur Ingi Þórsson.

Liðsstjóri verður Friðleifur Friðleifsson

Við hjá Samskipum óskum keppendum góðs gengis í Tælandi!

Hægt verður að fylgjast með ferðalagi liðsins og keppninni á Facebook síðu landsliðsins:

https://www.facebook.com/icelandtrailworldchamp/ og einning á heimsíðu Frjálsíþróttasambandsins  www.fri.is