Samskip styrkja Aldrei fór ég suður

Samskip styrkja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskahelgina. Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.

Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða.  Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.  Stuðningur fyrirtækja gerir einnig kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri. Allt þetta gerir hátíðina að því sem hún er, en svo þarf einhver að halda í hendina og vísa veginn.  Til þess eru foreldrar og eru Samskip stolt að vera í þeim hópi.

Óhætt er að segja að hátíðin sé vinsæl og komast færri að en vilja en þær hljómsveitir sem fram koma í ár eru:

  • Retro Stefson
  • Helgi Björnsson og stórsveit Vestfjarða
  • Maus
  • Mammút
  • Grísalappalísa
  • Tilbury
  • Hermigervill
  • Sigurvegarar Músíktilrauna 2014
  • Dj. Flugvél og geimskip
  • Glymskrattinn
  • Highlands
  • Cell7
  • Contalgen Funeral
  • Rhytmatic
  • Markús and the Diversion Sessions
  • Lón
  • Kött grá pjé
  • Þórunn Arna Kristjánsdóttir og búgíband Skúla Mennska
  • Dusty Miller
  • Sólstafir
  • Lína Langsokkur
  • Hemúllinn
  • Rúnar Þórisson
  • Kaleo
  • Snorri Helgason

 

Skoða vef Aldrei fór ég suður 

Skoða fréttatilkynningu