Samskip styrkja Votlendissjóðinn

Samskip taka þátt í og styrkja Votlendissjóðinn sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Að þessu markmiði vinnur sjóðurinn með því að gefa einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð með greiðslu fjárframlaga til sjóðsins, sem einkum verða nýtt til að fjármagna framkvæmdir við endurheimt votlendis. 

Til marks um stuðninginn er Samskipum heimilit að nota einkennismerki sjóðsins á vefsíðum félagsins.

Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi.

Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, 

sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Sérfræðingar Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Fuglaverndar, Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og Náttúrstofurnar veita sjóðnum faglega ráðgjöf við mat á verkefnum sjóðsins.