Samskip taka þátt í kaupstefnu í Grænlandi

Samskip og Jónar Transport taka þátt í kaupstefnu í Nuuk í
Grænlandi dagana 24.-26. október.  Er markmiðið
með kaupstefnunni m.a. að auka
viðskiptatengsl á milli landanna.

Samskip og Jónar Transport taka þátt í kaupstefnu í Nuuk í Grænlandi dagana 24.-26. október.  Er markmiðið með kaupstefnunni, sem haldin er í menningarhúsinu Katuaq, m.a. að auka viðskiptatengsl á milli landanna.  Munu fulltrúar Samskipa og Jóna kynna starfsemi fyrirtækjanna fyrir almenningi á Grænlandi ásamt því að funda með fulltrúum grænlenskra fyrirtækja en Samskip sjá möguleg tækifæri samhliða auknum umsvifum tengdum námuvinnslu og olíuleit í og við Grænland.