Samskip tilnefnd í flokki hreinna flutninga
Samskip eru á meðal fimm fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlauna Safety4Sea og Europort í flokki hreinna flutninga (e. clean shipping award ). Fram kemur á síðu verðlaunanna að Samskip séu tilnefnd fyrir að hafa undanfarna 18 mánuði markvisst stutt við nýjungar í sjálfbærum flutningum með rannsóknum, þróun, innleiðingu tækninýjunga og þjálfun.
Samskip tilnefnd í flokki hreinna flutninga
Samskip eru á meðal fimm fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlauna Safety4Sea og Europort í flokki hreinna flutninga (e. clean shipping award). Tilkynnt verður um verðlaunahafa á ráðstefnu Europort í Rotterdam í nóvember, en kosið er á milli fyrirtækjanna í opinni kosningu á netinu.
Hægt er að leggjast á árar með Samskipum og taka þátt í kosningunni á hér . Einfalt er að taka þátt og tekur bara örskotsstund.
Fram kemur á síðu verðlaunanna að Samskip séu tilnefnd fyrir að hafa undanfarna 18 mánuði markvisst stutt við nýjungar í sjálfbærum flutningum með rannsóknum, þróun, innleiðingu tækninýjunga og þjálfun.
Tilkynnt verður um sigurvegara í þessum flokki verðlauna Safety4Sea og Europort á ráðstefnunni Europort 2019 í Rotterdam í Hollandi 6. nóvember næstkomandi.
Frekari upplýsingar um verðlaun Safety4Sea og Europort má finna á vef verðlaunanna, https://europort.safety4sea.com og upplýsingar um ráðstefnuna í nóvember á vef Europort, https://www.europort.nl.