Samskip tóku þátt í Arctic Circle

Samskip voru þátttakendur í og stuðningsaðilar Arctic Circle ráðstefnunnar, sem fram fór í Hörpunni 12.-14. október.

Metnaðarfull dagskrá var á ráðstefnunni, sem er kjörinn vettvangur til að auka samstarf og umræðu um framtíð svæðisins.
Meðal þeirra sem tóku þátt í ráðstefnunni voru Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Albert prins af Mónakó, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fræðimönnum á sviði orkurannsókna og jarðvísinda.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, hélt framsögu og tók þátt í umræðum um framtíð flutninga á Norðurslóðum á sunnudag, málefni sem mun snerta Íslendinga á komandi árum.