Samstarfssamningur um rekstur flutningamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
Samskip hafa gengið frá samstarfssamningi við Júlla Jóns ehf um rekstur flutningamiðstöðvar í Borgarnesi og þjónustu við viðskiptavini Samskipa á akstursleiðinni Reykjavík – Borgarfjörður.
Júlli hefur fest kaup á rekstri Einar Páls og Konnýjar sem hafa verið samstarfsaðilar Samskipa frá ársbyrjun 2008. Um leið og þeim er þakkað samstarfið síðustu ára lýsa Samskip ánægju með samninginn við Júlla og hans fyrirtæki. Ekki skemmir fyrir að Júlli (Júlíus Jónsson) er fyrrverandi starfsmaður Samskipa, en hann starfaði hjá Samskipum, í flutningastöðinni í Borgarnesi, á árunum 1999- 2007.
Samningurinn tók gildi frá og með 3. júní.