Seinkanir hjá skipum Samskipa, Arnarfelli og Skaftafelli

Arnarfelli (ferð 1733ARN) og Skaftafelli (ferð 1733SKF) seinkar því miður á leið sinni til landsins í viku 35.

Arnarfelli (ferð 1733ARN) seinkar því miður á leið sinni til landsins í viku 35 vegna vélarbilunar í fyrri ferð (1731ARN). Áætlað er að skipið komi til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld 31.08.2017 og hefst vinna við losun skipsins eins fljótt og mögulegt er. Vonast er til að skipið komist á áætlun í næstu ferð.

Eins og fram kom í tilkynningu til viðskiptavina sl. föstudag seinkar Skaftafelli (ferð 1733SKF) einnig á leið sinni til landsins. Áætluð koma til Reykjavíkur er nú miðvikudaginn 30.08.2017 og hefst vinna við skipið eins fljótt og mögulegt er.

Ástæða endurtekinna seinkanna á komu Skaftafells og Hoffells til Reykjavíkur síðustu vikur er vegna tímabundinna lokana hjá höfninni í Immingham sökum hafnarframkvæmda. Vonast er til að þessar tafir séu nú yfirstaðnar þar sem framkvæmdir munu færast yfir á aðra vikudaga sem ættu að hafa óveruleg áhrif á áætlun Samskipa. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Immingham verða þessar framkvæmdir að fullu yfirstaðnar í lok október.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.