Seinkun á komu Arnarfells í viku 33

Seinkun er á komu Arnarfells, ferð 1731ARN, til landsins vegna vélarbilunar. Uppfærð frétt.

Frétt uppfærð kl. 12:15 21. ágúst 2017

Eins og fram kom í síðustu viku hefur Arnarfell (ferð 1731ARN) seinkað á leið sinni til landsins vegna vélarbilunar. Viðgerð er lokið og skipið er nú á leið til Íslands. Áætluð koma til Reykjavíkur er miðvikudaginn 23.08.2017. Athugið að þetta er einum degi fyrr en tilkynnt var á föstudag. Hoffell er til losunar í dag, mánudag 21.08.2017. Áætlað er að Helgafell komi til Reykjavíkur á morgun þriðjudag 22.08.2017 kl. 13:00 og verður skipið losað að hluta. Áætlað er að hefja losun á Arnarfelli kl. 06:00 á miðvikudag 23.08.2017 og ljúka við losun skipsins á að kvöldi sama dags. Á fimmtudagsmorgun hefst svo vinna á ný við að klára losun á Helgafelli. Þ.a.l. verður mikið álag á gámavelli og aksturþjónustu Samskipa í vikunni. Við bendum viðskiptavinum á að setja sig tímanlega í samband við þjónustudeild Samskipa með heimakstur gáma. Við munum leggja okkur fram við að afgreiða heimakstur eins og frekast er unnt. 

Til þess að vinna upp áætlun siglingakerfis Samskipa mun Arnarfell að lokinni losun í Reykjavík sigla beint frá Reykjavík til Aarhus. Samhliða þessu leigðu Samskip tímabundið inn skip, sem ber heitið M/v Öland. M/v Öland lestaði í Reykjavík og Vestmannaeyjum um umliðna helgi og mun skipið hafa viðkomu í Rotterdam, Cuxhaven, Varberg og Aarhus. Öland og Arnarfell munu mætast í Aarhus þar sem allri vöru verður umlestað yfir í Arnarfell. Áætlaður komutími Arnarfells til Reykjavíkur er föstudagurinn 01.09.2017.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.