Seinkun á komu Skaftafells og Mariu P
Vegna veðurs og seinkana á komu Skaftafells (ferð 1638SKF) til landsins, verða gerðar breytingar á áætlunum Skaftafells (ferð 1640SKF) og Mariu P (ferð 1641MAR).
Skaftafell (ferð 1640SKF) mun ekki hafa viðkomu á Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði, Kollafirði og Immingham, heldur sigla beint frá Reykjavík til Rotterdam og þaðan aftur til Reykjavíkur.
Maria P (ferð 1641MAR) mun hafa viðkomu á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Reyðarfirði, Kollafirði, Immingham og Rotterdam og þaðan aftur til Reykjavíkur.
Áætluð brottför Skaftafells frá Reykjavík er föstudaginn 7.október til Rotterdam. Áætluð brottför Mariu P (ferð 1641MAR) er mánudaginn 10. október á ströndina.
Sendingar sem upphaflega voru bókaðar með Skaftafelli (ferð 1640SKF) á ströndina, verða færðar yfir á Mariu P (ferð 1641MAR).
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.