Sérlega vel heppnuð sýning

Sjávarútvegssýningin sem haldin var í Brussel í síðustu viku gekk vel og var sérlega vel heppnuð, að sögn Gunnars Kvaran, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa.

Hryðjuverkin sem framin voru í borginni fyrir nokkrum vikum höfðu lítil áhrif á sýninguna. „Sýningargestir voru reyndar örlítið færri en undanfarið, auk þess sem sýnendur og gestir urðu varir við heldur meiri öryggisgæslu en síðustu ár,“ segir Gunnar. „En það sem skipti máli fyrir okkur var að á sýninguna komu fulltrúar flestra þeirra sem tengjast sjávarútvegi. Við áttum því góða fundi með mörgum traustum viðskiptavinum og birgjum sem er nauðsynlegt til að viðhalda tengslum og byggja upp ný viðskiptasambönd,“ segir Gunnar Kvaran.