SideWind er að þróa vind­túrbínur sem verða prófaðar á flutningaskipi Samskipa

Nýsköpunarfyrirtækið SideWind er í eigu hjónanna Óskars Svavarssonar og Maríu Kristínar Þrastardóttur en þau vinna að þróun umhverfisvænnar lausnar fyrir flutningaskip.

Fyrirtækið stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem nýta þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu. „Hugmyndin er að nýta gamla 40 feta gáma sem ekki er hægt að nýta lengur til flutninga, taka úr þeim hliðarnar, koma ákveðinni tegund af vindmyllu lárétt inn í gámana og tengja hana við rafal sem er staðsettur í hverjum gámi,“ segir Óskar“

Í dag er búið að smíða fyrstu frumgerðina sem verður prófuð á landi í haust með Verkís, segir María. „Síðan í framhaldinu verður hún prófuð á flutningaskipi Samskipa. Einnig erum við að fara á fullt í frumgerð tvö sem verður gerð úr endurunnu plasti. Við erum einnig komin í stórt samstarfsverkefni með innlendum og erlendum aðilum sem við segjum frá síðar.“

Sjá nánar um þetta skemmtilega verkefni á vef fréttablaðsins.