SideWind og Samskip með vindtúrbínu til sýnis

Í tilefni af Startup Iceland nýsköpunarráðstefnunni, sem nú fer fram í Hörpu, voru SideWind og Samskip með vindtúrbínu til sýnis fyrir utan tónleikahúsið


SideWind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir nýta hliðarvind sem annars færi til spillis til framleiðslu rafmagns. Verkefnið fellur afar vel að umhverfis- og sjálfbærnimarkmiðum Samskipa því með notkun tækninnar eru líkur á að draga megi umtalsvert úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningunum og þá um leið útblæstri frá flutningaskipunum. SideWind telur að með aðferðinni megi framleiða 5 til 10 prósent af orkuþörf skipa.