Sjálfbærniskýrsla Samskipa 2023 komin út!

Samskip hefur birt sjálfbærniskýrslu sína fyrir árið 2023. Skýrslan segir söguna um sjálfbærnivegferð Samskipa síðastliðin ár með áherslu á sigra og framþróun á síðasta ári.

Skýrslan er á ensku og er aðgengileg bæði rafrænt og á PDF formi.
sustainability.samskip.com

Í skýrslunni er mikið af áhugaverðum upplýsingum sett fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt.

Hvað gerir Samskip öðruvísi?
Samskip leitast við að bjóða upp á öflugt og eins sjálfbært fjölþátta flutningskerfi og kostur er. Það er nálgun okkar með því að nota blöndu af mismunandi flutningsmáta og leitast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hlúa betur að jörðinni okkar. Við erum stolt af því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á sveigjanlegar og hagkvæmar flutningslausnir sem komi ekki niður á áreiðanleika eða skilvirkni. Við setjum okkur þá stefnu að vera umhverfisvænasta flutningafyrirtæki Evrópu.

Samskip eru stolt af glæsilegum árangri á sviði sjálfbærni og munu halda áfram á þeirri vegferð þar sem við höfum sjálfbærnistefnu okkar að leiðarljósi í allri okkar starfsemi.