Sjóflutningar hafa vinninginn

Um leið og flutningur varnings á milli landa er nauðsynleg innviðaþjónusta sem enginn getur verið án, taka Samskip alvarlega samfélagslega ábyrgð sína með virkum aðgerðum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Með fjölþátta gámaflutningskerfi sínu er Samskip leiðandi fyrirtæki þegar kemur að aðgerðum til að draga úr mengun og útblæstri. Stöðugt er leitað leiða til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar.

Í samanburði á fraktflutningum í flugi og á sjó er þumalputtareglan sú að fyrir hvert flutt tonn af farmi eru gróðurhúsaáhrif flugsins um 15 sinnum meiri en skipsins. Samskip, sem meðal annars sérhæfa sig í kæliflutningum, leggja sig sérstaklega fram um að bjóða þeim þjónustu sem koma þurfa vöru sinni fljótt og örugglega á markaði í Evrópu og hafa endurskipulagt siglingakerfi sitt til að þjónusta betur viðskiptavini í kæliflutningum.

Samkvæmt losunarbókhaldi Hagstofunnar nam losun CO2 frá sjóflutningum 468,6 kílótonnum árið 2016, en næstminnst er losunin í þessari flokkun frá sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, 505,8 kílótonn. Losun frá heimilum nemur 575 kílótonnum en langmest er losunin vegna einkennandi þátta ferðaþjónustu, 1987,4 kílótonn. Í þeirri tölu vega flugsamgöngur þyngst. Næst mesti útblásturinn er frá framleiðslu málma, 1.679,3 kílótonn, en fram kemur að greinar ferðaþjónustunnar hafi farið fram úr losun fyrirtækja í framleiðslu málma árið 2016.